Algengar spurningar
Í hvers konar verkefni henta forsmíðaðar einingar?
Við getum framleitt einingar fyrir hvers kyns verkefni, þar á meðal stúdentaíbúðir, hjúkrunarheimili, gistiheimili, hótel og íbúðir.
Hvað er innifalið í einingunni?
Fullbúið baðherbergi hannað að óskum viðskiptavinarins. Aðeins þarf að tengja rafmagn, vatnsveitu og frárennsli. Hver baðeining samanstendur af ramma/burðareiningu með fullbúnu gólfi, lofti, veggjum og innréttingum, auk rafmagns-, vatns- og frárennslislögnum.
Sveigjanleiki í hönnun og framleiðslu
Domczar smíðar baðherbergin samkvæmt þeirri hönnun sem viðskiptavinurinn leggur fram. Þegar kemur að efnisvali og vali á tækjabúnaði erum við í samstarfi við birgja um alla Evrópu. Við veitum einnig ráðgjöf varðandi efnisval og búnað og komum með tillögur um hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Til þess að ná fram sem estri hagkvæmni í framleiðslunni mælum við með að hefja samráð við Domczar eins fljótt í ferlinu og auðið er.
Eru einhverjar takmarkanir varðandi hönnunina?
Domczar leggur ríka áherslu á að koma til móts við kröfur viðskiptavinna sinna. Við hönnun baðherbergja getur þó þurft að taka tillit til þátta eins og hæðatakmarkana í gámaflutningum og að flutningur á byggingastað sé gerlegur.
Þarf að lækka gólf til að koma einungunum fyrir?
Það fer eftir kröfum viðskiptavinarins og hvort þröskuldar séu ásættanlegir. Taka þarf tillit til krafna í byggingarreglugerð, t.a.m. er ekki leyfilegt að hafa þröskulda í íbúðum fyrir fatlað fólk eða á hjúkrunarheimilum. Þetta er dæmi um atriði sem gott er að ákvarða snemma í hönnunarferlinu. Við framleiðum einnig einingar án gólfa.
Hvernig verjum við baðherbergið fyrir skemmdum í flutningi?
Ramminn í einingunum er hannaður til að standast aflögun í flutningum frá verksmiðju á byggingarstað. Hönnuninn mótast af margra ára reynslu við flutning á baðherbergjum víðsvegar um Evrópu. Við mælum samt alltaf með að skoðun fari fram fljótlega eftir afhendingu.
Hver sér um uppsetningu á baðherbergjunum?
Viðskiptavinurinn velur uppsetningaraðilann. Domczar er með sérstakt uppsetningarteymi og getur komið að þjálfun þeirra sem eiga að sjá um uppsetninguna eða annast uppsetningu að öllu leyti sé þess óskað.
Hvernig er viðhaldi háttað eftir uppsetningu?
Settar eru lokur á þá staði sem nauðsynlegt er að hafa aðgang að til að sinna viðhaldi og þrifum.