fyrir stór byggingarverkefni
Forsmíðaðar baðherbergiseiningar eru fullbúin baðherbergi sem henta einstaklega vel til uppsetningar á hótelum, í skrifstofubyggingum og ýmiskonar atvinnuhúsnæði.
á reynslunni!
Við byggjum á áralangri reynslu í hönnun, framleiðslu og afhendingu baðherbergja sem mæta kröfum viðskiptavinarins.
Aðeins um okkur
Við erum stolt af því sem við höfum áorkað!
Forsmíðuð baðherbergi
Baðherbergiseiningar sem eru framleiddar í stýrðu umhverfi fyrir hefðbundin byggingarverkefni. Einingarnar eru fluttar á byggingarstað tilbúnar til notkunar eftir að búið er að tengja þær inn á lagnakerfi byggingarinnar.
fermetrar
framleiðslugeta á ári
- Ráðgjöf í hönnunarferlinu
- Teikningar rýndar
- Framleiðsla, afhending og eftifylgni
Nýjustu verkefnin
Þess virði að lesa
Forsmíðuð baðherbergi breyta íslenskum byggingariðnaði
Kostir forsmíðaðra baðherbergja
Einingaframleiðsla
Val á flísum
Val á litasamsetningu
Hvernig á að skipuleggja baðherbergi?
Henta forsmíðuð baðherbergi þínu verkefni?
Forsmíðað baðherbergi virkar á nákvæmlega sama hátt og baðherbergi sem eru byggð með hefðbundnum aðferðum. Það fer eftir þeim kröfum sem eru gerðar til verkefnisins hvort einingarnar eru útbúnar með sturtuklefa eða baðkari, gólfhita eða veggfestum ofni. Það eina sem þarf að gera er að tengja einingarnar við lagnakerfi hússins og ganga frá útveggjum.
Einingarnar eru framleiddar í stýrðu umhverfi, óháð aðstæðum á byggingarstað og þeim takmörkunum sem geta falist í skorti á vinnuafli eða bið eftir mannskap og búnaði. Þaulreyndar tæknilausnir og slípaðir verkferlar gera okkur kleift að viðhalda háum framleiðslugæðum. Baðherbergin eru smíðum samkvæmt hönnun viðskiptavinarins og fjöldaframleidd í verksmiðjunni okkar, öll eins eða í fleiri útfærslum, allt eftir þörfum viðskiptavinarins.
Hverjir velja forsmíðuð baðherbergi?
Sem framleiðandi störfum við náið með arkitektum og fjárfestum. Lausnir okkar henta flestum byggingarverkefnum og hafa nýtst vel í hótel-, verslunar-, iðnaðar- og skrifstofubyggingum svo dæmi séu tekin. Val á baðherbergjum ræðst af fjölmörgum kostum, þar á meðal:
- gæðum
- hagkvæmni í verðum
- góðri þjónustu og eftifylgni
Notkun forsmíðaðra baðherbergja flýtir fyrir byggingarframkvæmdum og getur þannig haft jákvæð áhrif á arðsemi fjárfestingarinnar. Með því að flytja hluta af verkinu í verksmiðjuna minnkar þörfin fyrir starfsfólk á byggingarstað.
Þú getur treyst á þekkingu okkar og reynslu sem framleiðandi
Domczar er framleiðandi forsmíðaðra baðherbergja með margra ára reynslu og trausta stöðu á markaðnum. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á einingalausnum að kynna sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða og þau verkefni sem við höfum skilað af okkur. Við veitum alhliða þjónustu, þar á meðal hönnunarvinnu og framleiðslu, flutning á byggingarstað og aðstoð við uppsetningu. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá viljum við endilega heyra frá þér.