Baðherbergiseiningar

fyrir stór byggingarverkefni

Forsmíðaðar baðherbergiseiningar eru fullbúin baðherbergi sem henta einstaklega vel til uppsetningar á hótelum, í skrifstofubyggingum og ýmiskonar atvinnuhúsnæði.

Við byggjum

á reynslunni!

Við byggjum á áralangri reynslu í hönnun, framleiðslu og afhendingu baðherbergja sem mæta kröfum viðskiptavinarins.

Velkomin á heimasíðuna okkar

Aðeins um okkur

Við framleiðum fjölbreytt úrval af tilbúnum baðherbergiseiningum. Árleg framleiðsla er um það bil sex þúsund einingar framleiddar út frá mismunandi stöðlum. Til að bregðast við aukinni eftirspurn er unnið að því að auka framleiðsluget fyrirtækisins. Við erum staðsett í norðausturhluta Póllands.

Við erum stolt af því sem við höfum áorkað!

Okkar lausnir

Forsmíðuð baðherbergi

Baðherbergiseiningar sem eru framleiddar í stýrðu umhverfi fyrir hefðbundin byggingarverkefni. Einingarnar eru fluttar á byggingarstað tilbúnar til notkunar eftir að búið er að tengja þær inn á lagnakerfi byggingarinnar.

Forsmíðuð baðherbergi

Forsmíðuð baðherbergi

Verksmiðjan okkar er búin fullkomnum tækjabúnaði sem eykur hagkvæmni í framleiðslu og auðveldar okkur að framleiða ný módel og hefja massaframleiðslu á stuttum tíma.

Afhverju forsmíði?

Afhverju forsmíði?

Einingarnar eru framleiddar fyrir hefðbundin byggingarverkefni í stýrðu umhverfi sem eykur framleiðsluhagkvæmni og spara tíma og fjármuni fyrir viðskiptavini okkar.

m2

fermetrar

einingar

framleiðslugeta á ári

Við framkvæmum hagkvæmnigreiningu á verkefninu m.t.t. notkunar á forsmíðuðum einingum og metum kosti þess og mögulegar takmarkanir fyrir verkefnið. Þetta stig felur í sér samráðsferli þar sem farið er ítarlega í gegnum væntingar og kröfur viðskiptavinarins áður en framleiðsludagsetningar, magn og gerðir baðherbergja eru ákvarðaðar. Á þeim grunni leggur Domczar fram tilboð til viðskiptavinarins.
Verkfræðingar okkar greina framlögð gögn og lausnir og koma meðgefa athugasemdir. Endanleg ákvörðun er þó alltaf í höndum viðskiptavinarins. Þetta tryggir að varan uppfylli væntingar varðandi hönnun, uppsetningu og þau efni sem notuð eru. Skriflegt samþykki þarf á teikningar, verk- og efnislýsingar til að hefja hönnun.
Domczar hefur framleiðslu eftir að öll skjöl hafa verið undirrituð. Gæðaeftirlit er framkvæmt á öllum stigum framleiðslunnar. Afhending fer fram samkvæmt áætlun sem viðskiptavinurinn hefur lagt fram. Við leggjum áherslu á að skapa langtímaviðskiptasamband við okkar kúnnahóp og teljum að faglegur stuðningur í kjölfar sölu gegni lykilhlutverki í að viðhalda því. Viðskiptavinur okkar um alla Evrópu get því ávallt leitað til okkar.

Vinsamlegast horfðu á kynningarmyndbandið!

Verkefni

Nýjustu verkefnin

Svör við algengum spurningum

BLOG

Þess virði að lesa

Henta forsmíðuð baðherbergi þínu verkefni?

Forsmíðað baðherbergi virkar á nákvæmlega sama hátt og baðherbergi sem eru byggð með hefðbundnum aðferðum. Það fer eftir þeim kröfum sem eru gerðar til verkefnisins hvort einingarnar eru útbúnar með sturtuklefa eða baðkari, gólfhita eða veggfestum ofni. Það eina sem þarf að gera er að tengja einingarnar við lagnakerfi hússins og ganga frá útveggjum.

Einingarnar eru framleiddar í stýrðu umhverfi, óháð aðstæðum á byggingarstað og þeim takmörkunum sem geta falist í skorti á vinnuafli eða bið eftir mannskap og búnaði. Þaulreyndar tæknilausnir og slípaðir verkferlar gera okkur kleift að viðhalda háum framleiðslugæðum. Baðherbergin eru smíðum samkvæmt hönnun viðskiptavinarins og fjöldaframleidd í verksmiðjunni okkar, öll eins eða í fleiri útfærslum, allt eftir þörfum viðskiptavinarins.

Hverjir velja forsmíðuð baðherbergi?

Sem framleiðandi störfum við náið með arkitektum og fjárfestum. Lausnir okkar henta flestum byggingarverkefnum og hafa nýtst vel í hótel-, verslunar-, iðnaðar- og skrifstofubyggingum svo dæmi séu tekin. Val á baðherbergjum ræðst af fjölmörgum kostum, þar á meðal:

  • gæðum
  • hagkvæmni í verðum
  • góðri þjónustu og eftifylgni

Notkun forsmíðaðra baðherbergja flýtir fyrir byggingarframkvæmdum og getur þannig haft jákvæð áhrif á arðsemi fjárfestingarinnar. Með því að flytja hluta af verkinu í verksmiðjuna minnkar þörfin fyrir starfsfólk á byggingarstað.

Þú getur treyst á þekkingu okkar og reynslu sem framleiðandi

Domczar er framleiðandi forsmíðaðra baðherbergja með margra ára reynslu og trausta stöðu á markaðnum. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á einingalausnum að kynna sér þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða og þau verkefni sem við höfum skilað af okkur. Við veitum alhliða þjónustu, þar á meðal hönnunarvinnu og framleiðslu, flutning á byggingarstað og aðstoð við uppsetningu. Ef þú hefur einhverjar spurningar þá viljum við endilega heyra frá þér.

Framleiðandi forsmíðaðar baðherbergiseininga.

Hafðu samband

NPV ráðgjöf
bjorn@npv.is
+354 820 6530
+354 822 3231

Keyra

9001 white
znak 14001 white