Okkar lausnir

Forsmíðaðar baðherbergiseiningar

Forsmíðaðar baðherbergiseiningar: Svar við hefðbundnum áskorunum í byggingariðnaði

Forsmíðaðar baðherbergiseiningar eru fullbúin baðherbergi hönnuð fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði þ.m.t hótel, skrifstofubyggingar, iðnaðarhúsnæði og heilbrigðisstofnanir. Einingarnar bjóða upp á sveigjanleika í sérsmíði í samræmi við kröfur einstakra verkefna. Mikil hagkvæmni næst fram með stýrðu, endurteknu framleiðsluferli við bestu mögulegu aðstæður. Uppsetning er jafnframt auðveld og fljótleg. Samanborið við hefðbundnar byggingaraðferðir er fyrirsjáanleiki í kostnaði mun meiri auk þess sem einingarnar eru yfirleitt hagkvæmari kostur.

Að hvaða leyti er Domcszar frábrugðin öðrum framleiðendum?

Við erum leiðandi í framleiðslu á forsmíðuðum baðherbergiseiningum og með mikla reynslu í að vinna með mismunandi tegundir bygginga. Við höfum við valið að sérhæfa okkur í stáleiningum sem uppfylla stranga byggingarstaðla og væntingar kröfuhörðustu viðskiptavina. Við leggjum áherslu á:

  • Sveigjanleika í hönnun og smáatriðum.
  • Stuttum afhendingartíma.
  • Engar takmarkanir þegar kemur að efnisvali.
  • Hönnun hágæða ramma sem standast ýtrustu kröfur um stífleika.
  • Að einfalt sé að klæða einingarnar að utan eftir uppsetningu.

Þessar áherslur hafa gert það að verkum að baðherbergin okkar hafa notið mikilla vinsælda meðal fasteignaþróunaraðila sem gera kröfur um gæði og áreiðanleika.

Hvað inniheldur forsmíðað barðherbergi?

Forsmíðað baðherbergi inniheldur allt það sem krafist er af hefðbundum baðherbergjum. Hönnunin ræður því hvort um sé að ræða baðherbergi með baðkari, sturtu eða hvorutveggja, hvort hiti sé í gólfum o.s.frv. Gólfhiti getur annaðhvort verið rafhiti eða vatnshiti.

Það er mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar að hafa fullt valfrelsi um efnisval, hvort sem um að ræða innréttingar, gler, HPL, PVC, flísar, stein eða aðrar lausnir. Þetta gerir okkur kleift að mæta kröfum viðskiptavina okkar að öllu leyti þegar kemur að hönnun og framleiðslu.

Við hvetjum alla sem vilja kynna sér kosti baðherbergiseininga og skoða þær lausnir sem við höfum upp á að bjóða og þau verkefni sem við höfum lokið. Ef þú hefur einhverjar spurningar skaltu ekki hika við að hafa samband. Við erum alltaf tilbúin til skrafs á ráðagerðar.

Framleiðandi forsmíðaðar baðherbergiseininga.

Hafðu samband

NPV ráðgjöf
bjorn@npv.is
+354 820 6530
+354 822 3231

Keyra

9001 white
znak 14001 white