Verð á tilbúnum baðherbergiseiningum

Tilbúnar baðherbergiseiningar stytta framkvæmdatíma og draga úr kostnaði. Einingarnar eru framleiddar í stýrðu umhverfi þar sem rík áhersla er lögð á skilvirkni, nákvæm vinnubrögð og lágmarks losun úrgangs. Framleiðsluferlið er jafnframt óháð aðstæðum á byggingarstað, s.s. veðurfari og mannafla.

Nokkrir þættir ákvarða samkeppnishæfni einingaframleiðslunnar í samanburði við hefðbundin baðherbergi, þar á meðal:

Undirbúningur

Á undirbúningsstigi framleiðslunnar eru gerðar áætlanir til að draga úr efnissóun. Á sama tíma og einingarnar eru smíðaðar í samræmi við forskriftir verkefnisins er lögð rík áhersla á að efni og íhlutir séu nýttir á skilvirkan hátt.

Stýrð framleiðsla

Framleiðsla í stýrðu umhverfi hefur ekki aðeins áhrif á gæði frágangs hvers baðherbergis því vinnan er einnig óháð veðurskilyrðum og öðrum framkvæmdum á byggingarstað. Þannig styttum við framkvæmdatíma á sama tíma og við tryggjum hágæða lokaafurð.

Samstarf við birgja

Náið langtímasamstarf Domczar við birgja veitir okkur aðgang að sértilboðum sem hafa bein áhrif á verð á eininganna.

Tilboðsgerð

Viltu auka arðsemi fjárfestingarinnar? Við hjá Domczar framleiðum tilbúnar baðherbergiseiningar eftir forskrift viðskiptavinarins. Við hvetjum alla áhugasama til að kynna sér lausnirnar okkar og þau fjölmörgu verkefni sem við höfum lokið. Hafðu samband og við gerum þér tilboð.

Framleiðandi forsmíðaðar baðherbergiseininga.

Hafðu samband

NPV ráðgjöf
bjorn@npv.is
+354 820 6530
+354 822 3231

Keyra

9001 white
znak 14001 white