Þekktar, áreiðanlegar lausnir
Við fögnum breytingum og stöðugum áskorunum í hefðbundinni byggingartækni og trúum því staðfastlega að lausnir okkar í forsmíðuðum baðherbergjum auki verulega hagkvæmni í byggingariðnaðinum.
Domczar er fyrirtæki í fararbroddi evrópskra framleiðenda forsmíðaðra eininga.
Við byggjum á áratuga reynslu
Í gegnum árin höfum við höfum byggt upp sterka stöðu á evrópska markaðnum í hönnun, framleiðslu og afhendingu baðherbergja, sérsniðinna að þörfum viðskiptavina okkar.
Einstaklingsmiðuð nálgun Domczar gagnvart hverju verkefni fyrir sig tryggir ánægju viðskiptavina, bæði m.t.t. gæða framleiðslunnar og kostnaðar. Þessi nálgun okkar hefur styrkt stöðu okkar á evrópska markaðnum.
Þau meðmæli sem við höfum fengið á undanförnum árum hafa opnað nýjar dyr og styrkt stöðu okkar á einstökum mörkuðum, þar á meðal í Hollandi, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi.
Árangur sem við erum stolt af
Viðskiptavinir okkar velja Domczar af mörgum ástæðum, þar á meðal vegna gæða, áreiðanleika og góðrar þjónustu. Það er viðskiptavinum okkar mikilvægt að velja framleiðanda með mikla reynslu og skilning á öllu hönnunar- og byggingarferlinu.