Nokkur orð um okkur

Þekktar, áreiðanlegar lausnir

Við fögnum breytingum og stöðugum áskorunum í hefðbundinni byggingartækni og trúum því staðfastlega að lausnir okkar í forsmíðuðum baðherbergjum auki verulega hagkvæmni í byggingariðnaðinum.

Domczar er fyrirtæki í fararbroddi evrópskra framleiðenda forsmíðaðra eininga.

Við byggjum á áratuga reynslu

Í gegnum árin höfum við höfum byggt upp sterka stöðu á evrópska markaðnum í hönnun, framleiðslu og afhendingu baðherbergja, sérsniðinna að þörfum viðskiptavina okkar.

Einstaklingsmiðuð nálgun Domczar gagnvart hverju verkefni fyrir sig  tryggir ánægju viðskiptavina, bæði m.t.t. gæða framleiðslunnar og kostnaðar. Þessi nálgun okkar hefur styrkt stöðu okkar á evrópska markaðnum.

Þau meðmæli sem við höfum fengið á undanförnum árum hafa opnað nýjar dyr og styrkt stöðu okkar á einstökum mörkuðum, þar á meðal í Hollandi, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi og Bretlandi.

Árangur sem við erum stolt af

Viðskiptavinir okkar velja Domczar af mörgum ástæðum, þar á meðal vegna gæða, áreiðanleika og góðrar þjónustu. Það er viðskiptavinum okkar mikilvægt að velja framleiðanda með mikla reynslu og skilning á öllu hönnunar- og byggingarferlinu.

Vinsamlegast horfðu á kynningarmyndbandið!

ISO gæðastjórnunarkerfi

Það er stefna Domczar að veita hágæða þjónustu of afhenda vörur sem standast ýtrustu kröfur viðskipta vina okkar. Í framleiðsluferlinu er unnið eftir ISO gæðastöðlum og TQM viðmiðum varðandi innri gæðaferla.

Við bjóðum þér að heimsækja verksmiðjuna okkar og hitta teymið

Við framleiðum fjölbreytt úrval af tilbúnum baðherbergiseiningum. Árleg framleiðsla er um það bil sex þúsund einingar framleiddar út frá mismunandi stöðlum. Til að bregðast við aukinni eftirspurn er unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins. Við erum staðsett í norðausturhluta Póllands.
Framleiðandi forsmíðaðar baðherbergiseininga.

Hafðu samband

NPV ráðgjöf
bjorn@npv.is
+354 820 6530
+354 822 3231

Keyra

9001 white
znak 14001 white