Að hanna baðherbergi getur verið krefjandi verkefni þar sem rýmið er yfirleitt tiltölulega takmarkað. Sníða þarf innra skipulag að þörfum notandans og þeim takmörkunum sem rýmið bíður upp á. Ef um er að ræða baðherbergi fyrir hótel og atvinnuhúsnæði þarf t.a.m. að uppfylla ákveðnar hreinlætiskröfur.
Baðherbergi í fjölbýlishúsum
Að blanda saman notagildi og góðri hönnun er alltaf áskorun, sérstaklega ef baðherbergin eru lítil. Baðherbergi í fjölbýlishúsum þjóna oft einnig sem þvotta- og þurrksvæði sem þýðir að í takmörkuðu rými þarf að koma fyrir:
- Baðkari/sturtu
- Vaski
- Þvottavél og þurrkara eða annaðhvort þvottavél eða þurrkara, ásamt
klósetti. Hvernig er þá best koma öllu þessu fyrir?
Í litlu rými geta hornsturtuklefar verið hentug lausn. Upp á síðkastið hafa sturtuklefar með fellanlegum hurðum notið vaxandi vinsælda. Eftir að hurðarnar hafa verið lagðar saman taka þær minna pláss svo rýmið nýtist betur. Önnur lausn til að nýta rými betur er að hafa þurrkarann ofan á þvottavélinni.
Sérbýli
Sérbýli geta boðið upp á meiri möguleika varðandi baðherbergisskipan enda oft fleiri en eitt baðherbergi í húsinu sem geta gengt mismunandi hlutverkum. Auk þess er yfirleitt ekki þörf á að koma fyrir þvottavél og þurrkara á baðherberginu þar sem þvottahúsið gegnir því hlutverki. Sveigjanleiki í hönnun er því oft meiri.
Hótel
Sem framleiðandi höfum við lokið við fjölda verkefna fyrir hótel og atvinnuhúsnæði. Við hönnun slíkra baðherbergja skiptir máli að þau séu:
- Falleg
- Vel skipulögð
- Auðveld í þrifum
Walk-in sturtuklefar hafa notið mikilla vinsælda, hvort sem er á hótelum, heimilum eða líkamsræktarstöðvum, enda þægilegir í þrifum. Ef verkefnið kallar á aðeins meiri lúxus þola nútíma baðkör orðið mikinn ágang án þess að láta á sjá og þau er jafnframt auðvelt að þrífa.
Á hótelbaðherbergjum er mikilvægt að huga lýsingu og innstungum svo auðvelt sé fyrir gesti að stinga í samband og hlaða ýmiskonar raftæki. Þess vegna er mikilvægt að tryggja að innstungur séu staðsettar innan seilingar frá speglinum og við hillur eða innréttingar þar sem hægt er að koma tækjum fyrir í hleðslu.
Þú getur alltaf leitað aðstoðar innanhússhönnuðar við að skipuleggja baðherbergið og samræma fagurfræðilega og hagnýta eiginleika þess.