Við erum stolt af því að kynna hagkvæmu baðherbergseininguna okkar – nútímalega og vistvæna lausn fyrir einingabaðherbergi. Varan er hönnuð sem endingabetri og vandaðri valkostur gagnvart hinum vinsælu GRP (trefjaplast) einingabaðherbergjum, sem eru í boði á markaðnum, á samkeppnishæfu verði.

Áhersla á endingartíma

Einn helsti kostur hagkvæma baðherbergisins er framúrskarandi ending. Baðherbergin eru hönnuð til þess að þola mikla notkun án þess að láta á sjá. Ólíkt GRP baðherbergjum, sem gjarnar eru valin sem ódýr valkostur, sameinum við bæði lágt verð og langan endingatíma.

Auðvelt að viðhalda

Annar mikilvægur kostur við þessi baðherbergi er hversu hagkvæmt og einfalt er að viðhalda þeim. Ólíkt mörgum öðrum lausnum á markaðnum má auðveldlega skipta út og gera við einstaka hluta baðherbergisins sem lækkar rekstrarkostnað og lengir endingartímann verulega.

Einfalt að breyta

Baðherbergið er hannað þannig að nýta má veggina til festa upp viðbótarinnréttingar og aukahluti. Þetta veitir mikilvægan sveigjanleika við skipulag baðherbergisins og auðveldar aðlögun að þörfum og óskum notenda.

Kostnaðarhagkvæmni

Þrátt fyrir hærra gæðastig og meiri sveigjanleika höfum við náð að halda hagkvæma baðherberginu á samkeppnishæfu verði. Lausninni er ætla að veita viðskiptavininum mikil gæði á eins lágu verði og mögulegt er.

Umhverfisvæn lausn

Í ljósi aukinnar umhverfisvitundar er mikilvægt að velja umhverfisvæn efni til framleiðslunnar. Þrátt fyrir vinsældir GRP baðherbergja hafa þau neikvæð áhrif á umhverfið. Hagkvæma baðherbergið okkar er framleitt úr vistvænni efnum sem gerir það ekki aðeins tæknilega betri lausn heldur einnig umhverfisvænni lausn.

Framleiðandi forsmíðaðar baðherbergiseininga.

Hafðu samband

NPV ráðgjöf
bjorn@npv.is
+354 820 6530
+354 822 3231

Keyra

9001 white
znak 14001 white