Val á baðherbergisflísum er ákvörðun sem hefur áhrif á sjónræna og hagnýta þætti baðherbergisins sem og langtíma notagildi. Mikilvægt að huga að nokkrum þáttum sem hafa áhrif á hvernig fólk skynjar rýmið.

Hreinlætiskröfur á hótelbaðherbergjum eru miklar. Við val á innréttingum er mikilvægt velja liti og áferð sem auðvelda þrif og lágmarka sýnileika óhreininda.

Val á flísum fyrir hótel í háum gæðaflokki

Hótelgestum á líða vel í rýminu. Glæsileg húsgögn og húsmunir undirstrika gæði en á sama tíma má ekki gleyma þægindum og notagildi. Hreinlæti skiptir miklu máli en baðherbergið ætti ekki að líkjast sótthreinsaðri læknastofu. Hönnunin þarf að vera klassík og áhersla lögð á:

  • Notagildi
  • Afslappandi rými
  • Hreinlæti

Þegar kemur að litavali er oft góð hugmynd að velja frekar hlutlausa lit en fríska upp á litasamsetninguna með lausamunum og hlutum sem auðvelt er að skipta um án mikils tilkostnaðar.  Við mælum yfirleitt ekki með svörtum lit á hótelbaðherbergjum, sérstaklega á svæðum sem eru í beinni snertingu við vatn. Það er erfitt að viðhalda svörtum baðherbergisflísum þar sem óhreinindi geta orðið mjög sýnileg, jafnvel þótt ítrasta hreinlætis sé gætt.

Áferð flísa

Litur ekki eini þátturinn sem þarf að hafa í huga við val á baðherbergisflísum. Flísar með mattri áferð hafa orðið vinsælar á undanförnum árum og setja oft skemmtinlegan svip á baðherbergið. Hafa þarf í huga að þær geta hins vegar verið mjög viðhaldsfrekar.

Þegar kemur að flísum með mattri áferð er hagkvæm lausn að velja flísar sem líkja eftir náttúrusteini. Slíkar flísar er yfirleitt auðvelt að þrífa og þær henta vel á gólf þar sem þær eru stamar.

Annar valkostur þegar kemur að flísum sem líkja eftir náttúrusteini eru sérstakar gólfflísar með sleipivörn. Þessar flísar virka vel við sturtuklefa eða baðkör en kalla á meiri þrif þar sem sleipivörnin dregur í sig óhreinindi.