Litaval fyrir baðherbergi er háð persónlegum óskum viðskiptavinarins. Þó er mikilvægt að hafa í huga að tískusveiflur geta gengið fljótt yfir. Því er gott að velta fyrir sér hvernig litir og hönnun koma til með að standast tímans tönn.

Við litaval þarf að huga að stærð baðherbergisins. Tilmæli arkitekta eru eftirfarandi:

  • Ljósir litir virka best í litlu rými og láta það virka stærra.
  • Í stærri rýmum má velja dekkri og djarfari liti sem ættu þó ekki að vera ríkjandi.

Annað sem skiptir máli varðandi litaval:

Ríkjandi litaval og mynstur

Mínimalísk hönnun með svörtum, hvítu og gráum tónum er enn ríkjandi í baðherbergishönnun, klassískt útlit sem nýtur alltaf vinsælda.

Djarfari litatónar eins og flöskugrænn og dökkfjólublár hafa notið vaxandi vinsælda á undaförnum árum. Hættan er hins vegar sú þessir litir úreltist hratt og  því getur verið góð hugmynd að takmarka þá við afmörkuð svæði og hluti sem auðvelt er að skipta út eins og málaða veggi og lausamuni.

Klassísk nálgun borgar sig

Klassískir gráir tónar geta hljómað óspennandi en þetta eru litir sem standa alltaf fyrir sínu. Þeir gera þér kleift að fríska upp á baðherbergið án mikils tilkostnaðar.

Við mælum með klassískum litum sérstaklega ef ætlunin er að klæða gólf og veggi með flísum. Það að skipta út flísum er meiriháttar aðgerð sem oft tengist tímafrekum og kostnaðarsömum endurbótum.

Svartir litir á baðherberginu: Tíska eða klassík?

Undanfarin misseri hafa svartir litir notið vaxandi vinsælda, svartir vaskar, svört tæki, baðkör og sturtuklefar. Hótel og líkamsræktarstöðvar hafa leitt þessa þróun sem við höfum stutt við í okkar framleiðslu.

Svartar innréttingar fanga athygli og vekja hughrif um stílhreina hönnun. Hins vegar eru þær ekki alltaf hagkvæmar þar sem óhreinindi eru sýnilegri en á ljósari innréttingum. Þegar litasamsetning fyrir baðherbergi er valin er oft skynsamlegt að huga að jafnvægi í notagildi, útliti og hagkvæmni í rekstri, sérstaklega ef um er að ræða hótel og atvinnuhúsnæði.