Hugmyndin um einingasmíð í byggingariðnaði er ekki ný af nálinni. Hins vegar er sterk hefð á Íslandi fyrir hefðbundnum byggingaraðferðum og gjarnar litið á einingaframleiðslu sem nýjung. Verkefnunum fer þó ört fjölgandi enda hafa byggingaraðilar í auknum mæli verið að átta sig á kostum einingasmíði, bæði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði.

Tæknin

Eins og nafnið gefur til kynna eru einingahús byggð úr einingum. Einingarnar eru framleiddar innandyra í stýrðu umhverfi og fluttar frá verksmiðju á byggingarstað þar sem þær eru settar saman.  Framleiðslan er því óháð veðurskilyrðum sem gerir það að verkum að stöðugleiki í gæðum er meiri en með hefðbundnum byggingaraðferðum. Forsmíði styttir byggingartímann án þess að fórna neinu í endingu og gæðum.

Hönnun einingahúsa

Einingatæknin krefst aðeins öðruvísi nálgunar á hönnunarstigi en hefðbundnar byggingaraðferðir. Skipta þarf byggingunni í hluta sem samsvara forsmíðuðu einingum sem eru verksmiðjuframleiddar í 90% tilvika. Einingarnar eru svo fluttar á byggingarstað þar sem þær eru settar saman.

Einingasmíð bíður upp á þann möguleika að framleiða einingar með tilbúnum veggjum, bæði að utan sem innan, þannig að framkvæmdir á byggingarstað eftir samsetningu takmarkist við eftirfarandi vinnu:

  • Lagnatengingar
  • Viðbótarfrágang (spörslun, málun o.s.frv.)

Einingasmíð og gámar

Einingahús og gámabyggingar eru ekki sami hluturinn. Í gámasmíði er notast við skipagáma sem eru samtengdir til þess mynda byggingar af ýmsum stærðum og gerðum. Gámabyggingar geta  boðið upp á margvíslega hönnunar- og skipulagsmöguleika og hafa verið nýttar með góðum árangri. Í einingahúsum er notast við forsmíðaðar einingar með burðarvirki úr stáli, timbri og öðrum efnum.

Forsmíðaðar einingar má nýta í flestum byggingum

Einingasmíð er orðin mjög vinsæll byggingarmáti um allan heim enda má nýta þessa tækni við smíði ýmiskonar húsnæðis:

  • íbúðir,
  • opinberar byggingar og almenningsrými
  • Hótel og atvinnuhúsnæði

Á undanförnum árum hafa byggingaraðilar í auknum mæli samtvinnað hefðbundar byggingaraðferðir og einingasmíði. Þetta á einkum við um forsmíðuð baðherbergi sem hafa notið vaxandi vinsælda meðal þróunaraðila, einkum í hótel- og íbúðabyggingum.