Hefðbundnar byggingaframkvæmdir eru háðar fjölmörgum þáttum sem erfitt getur verið er að stýra. Tafir geta átt sér stað á öllum stigum framkvæmdarinnar af ýmsum ástæðum. Algengt vandamál er að fá iðnaðarmenn á réttum tíma og slæm veðurskilyrði geta hægt á byggingarferlinu.

Forsmíðuð baðherbergi eru framleidd í stýrðu umhverfi óháð veðri og vindum. Framleiðsla og afhending á sér stað innan skilgreinds tímaramma og losar framkvæmdaraðilann við þá óvissu sem getur fylgt hefðbundnum baðherbergisframkvæmdum auk þess að spara tíma.

Hvernig hafa forsmíðuð baðherbergi áhrif á framkvæmdakostnað?

Einn fjölmargra kosta baðherbergiseininga er lægri framkvæmdakostnaður:

  • Framleiðsluferlið er óháð aðstæðum á byggingarstað – engar tafir.
  • Minni þörf fyrir iðnaðarmenn. Oft getur reynst erfitt að samtvinna vinnu múrara, rafvirkja, smiða og pípulagningarmanna þannig að vinna á baðherbergjum gangi vel fyrir sig. Með því að fela einum aðila framleiðsluna í formi forsmíðaðra eininga næst ekki bara fram tímasparnaður heldur einnig veruleg hagfræðing í starfsmannakostnaði.
  • Minni úrgangur og efnissóun. Þar sem framleiðslan fer ekki fram á byggingarstað minnkar úrgangur sem því nemur. Auk þess er lögð áhersla á lágmarks sóun í öllu framleiðsluferlinu með því að hámarka efnisnýtingu.

Hvað annað mælir með því að velja forsmíðuð baðherbergi?

Í dag eru flest einingabaðherbergi byggð utan um stálramma. Stálið býður upp á mikinn sveigjanleika þegar kemur hönnun og frágangi auk þess sem auðvelt er að uppfylla kröfur um byggingarstaðla. Stálið gerir heldur ekki kröfur um viðbótar smíðavinnu þegar kemur að því að klæða ytra byrgði eininganna og sparar því tíma og fjármuni.